Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hafa kært kosningarnar í Dalabyggð

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Fráfarandi sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kært niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna. Fimm af sjö fyrrverandi sveitarstjórnarmönnum Dalabyggðar samþykktu þetta.

Frá þessu er greint á vefnum Búðardalur.is

Þar segir að Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, hafi sent fyrirspurn til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 7. júní varðandi íbúakosningu, undirskriftalista og sveitarstjórnarkosningarnar, og óskað þess að ráðuneytið rannsakaði aðdraganda og niðurstöðu kosninganna í Dalabyggð.
Ráðuneytið mun skoða framkvæmd undirskriftasöfnunarinnar en lítur á síðari hluta erindis sveitarstjórnar sem kosningakæru og vísar því áfram til Dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið hefur vísað erindinu áfram til Sýslumannsins á Vesturlandi.

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Dalabyggðar fór fram í gær þar sem kosið var um oddvita og í nefndir og ráð sveitarfélagsins. Nýkjörinn oddviti er Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi.