Hafa beðið í 2 ár eftir aðgerðum gegn mansali

10.09.2018 - 08:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Það er löngu tímabært að stjórnvöld geri það sem til þeirra friðar heyri til að uppræta mansal enda þolinmæði þeirra sem sjá skelfilegar afleiðingar mansals löngu þrotin,“ segir í ályktun formannafundar Starfsgreinasambandsins. Formannafundurinn var haldinn á föstudaginn og var þar sérstaklega rætt um eftirlit með félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Formennirnir segja að einn fylgifiska stóraukinnar ferðaþjónustu og byggingaframkvæmda síðustu ár séu aukin félagsleg undirboð á vinnumarkaði og bein misnotkun á fólki sem kemur hingað til lands að vinna. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa orðið vör við þessa þróun ásamt ótal birtingamynda félagslegra undirboða.

Formennirnir segja að ein versta versta mynd félagslegs undirboðs sé mansal á vinnumarkaði og stéttarfélögin hafi beðið eftir aðgerðaráætlun síðustu tvö árin.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi