Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hættir eftir 27 ára starf

26.03.2014 - 13:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér sem sveitarstjóri eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Guðný hefur starfað sem sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár og hafa fáir sinnt starfi sveitarstjóra svo lengi samfellt. Starfstíma hennar lýkur 15. júní næstkomandi. 

Töluverðar breytingar verða í sveitarstjórnarmálum í sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili, því oddviti og varaoddviti Grýtubakkahrepps hafa einnig tilkynnt að þeir gefi ekki kost á sér í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili.