Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hættan eykst á skæðum ebólufaraldri

epa05959537 (FILE) - A Liberian health worker in a burial squad drags an Ebola victim's body for cremation from the ELWA treatment center in Monrovia, Liberia, 13 October 2014 (reissued 12 May 2017). According to media reports, the World Health
 Mynd: EPA
Hættan á að skæður ebólufaraldur brjótist út í Austur-Kongó hefur aukist til muna eftir að íbúi stórborgarinnar Mbandaka greindist með ebólu í vikunni. Oly Ilunga Kalenga, heilbrigðisráðherra landsins, segir faraldurinn í raun hafa komist á annað og alvarlega stig við þessi tíðindi, en um ein milljón manna býr í Mbandaka. Talið er að minnst 23 hafi dáið af völdum ebólu-veirunnar síðan hennar varð fyrst vart í Austur-Kongó eftir nokkurt hlé, í apríl síðastliðnum.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur þegar sent 4.000 skammta af nýju bóluefni til landsins í von um að takast megi að kæfa faraldurinn í fæðingu. Bóluefnið er þó enn í þróun og varað er við of mikilli bjartsýni um virkni þess. Hin látnu og önnur sem greinst hafa með veiruna hafa öll búið á dreifbýlum svæðum, en smithættan - og þar með hættan á raunverulegum faraldri - margfaldast í þéttbýli stórborgarsamfélagsins. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV