Hættan á að skæður ebólufaraldur brjótist út í Austur-Kongó hefur aukist til muna eftir að íbúi stórborgarinnar Mbandaka greindist með ebólu í vikunni. Oly Ilunga Kalenga, heilbrigðisráðherra landsins, segir faraldurinn í raun hafa komist á annað og alvarlega stig við þessi tíðindi, en um ein milljón manna býr í Mbandaka. Talið er að minnst 23 hafi dáið af völdum ebólu-veirunnar síðan hennar varð fyrst vart í Austur-Kongó eftir nokkurt hlé, í apríl síðastliðnum.