Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hætta með BBC og Útvarp Latabæ

07.07.2014 - 13:53
Mynd með færslu
 Mynd:
365 miðlar eru hættir útsendingu á BBC World Service, alþjóðaútvarpsstöð breska ríkisútvarpsins, BBC. Á henni eru sagðar fréttir frá heimsbyggðinni allan sólarhringinn. Fjölmiðlafyrirtækið hefur útvarpað stöðinni frá því árið 2005 á tíðninni 94,3.
Ágúst Héðinsson, forstöðumaður útvarpssviðs 365 miðla, segir að tími hafi verið kominn til að endurnýja útsendingarleyfi. Tekin hafi verið ákvörðun um að gera það ekki af nokkrum ástæðum. Meðal annars sé aðgengi að BBC mun betra nú í gegnum netið en áður og engar tekjur hafi fengist af útsendingunni.  365 miðlar eru einnig hættir að senda út Útvarp Latabæ, sem var að finna á tíðninni 102,2.