Hætta á síldardauða enn til staðar

Mynd með færslu
 Mynd:
Bæjarstjórn Grundarfjarðar bókaði á síðasta fundi sínum átölur í garð stjórnvalda. Finnst bæjarstjórn þau sýna seinagang varðandi ákvarðanir um langtímalausnir vegna hættu á síldardauða í Kolgrafafirði.

Í bókuninni sem samþykkt var samhljóða segir að þó að flest bendi til þess að veturinn líði án þess að atburðir þess síðasta endurtaki sig sé allar líkur á því að þegar síld gengur inn Breiðafjörð leiti hún inn í Kolgrafafjörð. Hættan sé því enn til staðar. Langtímalausnir taki langan tíma, hvort sem ráðist yrði í lokun Kolgrafafjarðar eður ei. Enn sé verið að skoða lausnir og ólíklegt að gripið yrði til ráðstafana fyrir næsta vetur. Bæta þurfi úr því hve óljóst sé hvar ábyrgð og ákvarðanataka liggi. Þá leggur bæjarstjórnin áherslu á að tryggja verði fjármagn til að halda áfram vöktun í Kolgrafafirði.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi