Magic Leap er í farabroddi fyrirtækja sem eru að þróa sýndaveruleika og „viðbættan“ eða „blandaðan“ veruleika, eins konar gleraugu sem þú sérð „alvöru“ umhverfið í gegnum en bæta við fyrirbærum í sjónsviðið. Fyrirtækið hefur laðað til sín meira en tvo milljarða dollara í fjárfestingu –meðal annars frá risum eins og Google og Ali Baba– án þess að hafa gefið út neins konar vöru eða prótótýpu.