Hægt að njóta Sigur Rósar í sýndarveruleika

epa03765732 Guitarist and vocalist Jon Por Birgisson aka Jonsi of Icelandic band Sigur Ros performs during a concert at the OpenAir St.Gallen music festival 2013 in St Gallen, Switzerland, 28 June 2013. The festival runs from 27 to 30 June.  EPA/ENNIO
 Mynd: EPA - KEYSTONE

Hægt að njóta Sigur Rósar í sýndarveruleika

20.12.2017 - 14:00

Höfundar

Bandarískt sprotafyrirtæki hefur undanfarin ár unnið að nýrri sýndarveruleikatækni í samstarfi við Sigur Rós sem þeir telja að gæti breytt því hvernig fólk hlusti á og upplifi tónlist í framtíðinni.

Magic Leap er í farabroddi fyrirtækja sem eru að þróa sýndaveruleika og „viðbættan“ eða „blandaðan“ veruleika, eins konar gleraugu sem þú sérð „alvöru“ umhverfið í gegnum en bæta við fyrirbærum í sjónsviðið. Fyrirtækið hefur laðað til sín meira en tvo milljarða dollara í fjárfestingu –meðal annars frá risum eins og Google og Ali Baba– án þess að hafa gefið út neins konar vöru eða prótótýpu.

Tónlistarvefurinn Pitchfork segir frá því að undanfarin fjögur ár hafi Magic Leap unnið með hljómsveitinni Sigur Rós að Tónanda, forriti þar sem hægt er að upplifa tónlist sveitarinnar á annan hátt og með öðrum skynfærum en áður. Í stað þess að bara hlusta á tónlistina sem Sigur Rós samdi sérstaklega fyrir forritið er hægt að horfa á hana og snerta með höndunum – og þannig breyta lögun hennar og hvernig hún hljómar.

Mynd með færslu
 Mynd: Magic Leap
Svona lítur tónlist Sigur Rósar út í Tónanda.

Árið 2013 bauð forstjóri Magic Leap, Rony Abovitz, meðlimum Sigur Rósar í þáverandi höfuðstöðvar fyrirtækisins í bílskúr í Fort Lauderdale í Florida eftir tónleika sveitarinnar í Miami. Hann sýndi þeim útgáfu af sýndarveruleikatækni sinni sem var á þeim tíma maskína á stærð við ísskáp sem hann kallaði „skepnuna“. „Ástæðan fyrir því að okkur líkar vel við Rony er að hann lifir í framtíðinni,“ segir Jónsi í viðtali við Pitchfork en Rony þessu ku einu sinni hafa flutt TED fyrirlestur í geimfarabúning.

Blaðamaður Pitchfork lýsir upplifuninni við Tónanda eins og sjá marglita álfa og margglyttur fljóta um herbergið sem myndi hljóðbylgjur í takt við tónlist Sigur Rósar. Það sé svo hægt að nota hendurnar til að draga fram ákveðin hljóð og umbreyta öðrum, ásamt því að breyta því hvernig hljóðið lítur út. Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, telur að þessi tækni gæti nýst til þess að gefa út plötur í framtíðinni meðan Jónsi gengur svo langt að stinga upp á því að hún komi í staðinn fyrir tölvur og síma. Tíminn einn mun leiða í ljós hvar þessi „blandaði veruleiki“ Magic Leap á eftir að enda en Rony Abovitz forstjóri lætur sig dreyma um risastórt svæði í íslenskri náttúru þar sem fjöldi fólks ráfar um í blönduðum veruleika innblásið af Sigur Rós og Tónanda.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Ekki mörg hjónabönd sem endast svona lengi“

Tónlist

Gámar á leiðinni fyrir tónleika Sigur Rósar

Tónlist

Jarvis Cocker á listahátíð Sigur Rósar í Hörpu

Tækni og vísindi

Viðbót við veruleikann