Hægt að leita til Húð og kyn vegna HIV

23.07.2015 - 23:09
Hönd í vasa læknisslopps og hlustunarpípa.
 Mynd: sanja gjenero - RGBStock
Grunur leikur á því að erlendur karlmaður hafi smitað ungar konur af HIV veirunni, en ekki er vitað hversu margar konur hafa smitast.

Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, sem í daglegu tali gengur undir heitinu Húð og kyn tekur á móti fólki sem vill láta kanna hvort það sé HIV smitað. Á þessum hlekk má finna heimasíðu deildarinnar og panta þar tíma.

Þær konur sem telja að þær hafi átt mök við manninn,ættu að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum Facebook síðu lögreglunnar.

birkirbi's picture
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi