Röð laganna ásamt því kosninganúmeri sem notað verður í símakosningunni:
Hvað ef ég get ekki elskað? – Friðrik Ómar – 900-9901
Mama said – Kristina Bærendsen – 900-9902
Fighting for love – Tara Mobee – 900-9903
Moving on – Hera Björk – 900-9904
Hatrið mun sigra – Hatari – 900-9905
Kosið í tveimur umferðum
Kosið verður í tveimur hlutum eins og undanfarin ár. Í fyrri kosningunni stendur valið á milli allra laganna fimm. Alþjóðleg dómnefnd hefur helmings vægi á móti símakosningu almennings. Í fyrri kosningunni kemur ljós hvaða tvö lið fara í einvígi.
Í seinni hluta kosningarinnar verður valið á milli laganna tveggja í einvíginu og þá gildir aðeins símakosning almennings. Atkvæði sem þessi efstu tvö lög fá í fyrri kosningunni, frá almenningi og dómnefndinni, fylgja þeim inn í seinni kosninguna.
Það verður því stigahæsta lag kvöldsins sem sigrar og verður framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni í Tel Aviv í maí.
Hér má horfa á keppnina í beinni útsendingu sem hefst klukkan 19:30.