Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hádegisfréttir: Menn í vinnu á leið í þrot

25.04.2019 - 12:12
Framkvæmdastjóri Eflingar sakar aðstandendur starfsmannaleigunnar Menn í vinnu um kennitöluflakk með stofnun nýrrar starfsmannaleigu, Seiglu. Forsvarsmaður Manna í vinnu segir að fyrirtækið stefni í þrot og kennir lygum um. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna tilkynnti í morgun um forsetaframboð sitt eftir tvö ár. Biden slæst þannig í hóp nítján annarra Demókrata sem tilkynnt hafa um framboð sitt gegn Donald Trump, núverandi forseta. 

Þetta er meðal þess helsta í hádegisfréttum í útvarpi.

Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir seinagang stjórnvalda í máli ekkju sem vildi fá gögn úr sjúkraskrá eiginmanns síns. Umboðsmaður telur að landlæknir hafi ekki farið að lögum þegar embættið staðfesti synjun Landspítalans á beiðni ekkjunnar um gögnin.

Valitor var gert að greiða tæpar tuttugu milljónir í málskostnað vegna skaðabótamáls Sunshine Press Productions og Data Cell gegn kortafyrirtækinu. Dómurinn telur að tafirnar sem urðu á málinu megi að miklu leyti rekja til framferðis kortafyrirtækisins.

Bandarískur fjárfestingasjóður er nú næst stærsti hlutafinn í Icelandair eftir hlutafjáraukningu félagsins í gær. Icelandair hefur þegar hafið samtal við Boeing um skaðabætur vegna kyrrsetningar MAX-þotanna.

Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá því að verða Íslandsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn. Valur getur tryggt sér titilinn með sigri á Keflavík í þriðja úrslitaleik liðanna á laugardag.
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV