Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Gunnar Hrafn í veikindaleyfi vegna þunglyndis

20.12.2016 - 20:55
Frá þingsetningu 6. desember 2016.
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, ætlar að taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum.

 Gunnar Hrafn segir frá því í færslu á Facebook- síðu sinni að hann sé að berjast við þunglyndi og hafi ákveðið að leita sér hjálpar vegna þess. Hann vilji sem þingmaður setja gott fordæmi. „Þunglyndið hefur sótt á mig aftur með sinni vægðalausu grimmd og þá er bara eitt að gera: að leita sér hjálpar,“ skrifar Gunnar Hrafn meðal annars í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.

Líklega mun Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata í Reykjavík suður koma inn á þing fyrir Gunnar meðan á veikindaleyfinu stendur.

 

viktoriah's picture
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður