Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Gullið gæti farið til vinnslu

08.12.2013 - 20:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Niðurstöður nýrra greininga á borholukjörnum úr Þormóðsdal sýna að meira gull er í sýnunum, en áður var talið. Gull fannst einnig í Austur Húnavatnssýslu.

Greint var frá því á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í febrúar að greining á sýnum úr boruholukjörnum úr Þormóðsdal hafi leitt í ljós að vænlegt þætti að undirbúa gullvinnslu á svæðinu.

Ákveðið var að rannsaka borkjarnana betur í og fékk breska námufyrirtækið NAMA það verkefni, en fyrirtækið er með starfsstöð í Reykjanesbæ. Vilhjálmir Þór VilhjáImsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Það er gull í Þormóðsdalnum og helstu niðurstöður eru þær að þessi kjarnasýni sem voru rannsökuð sýna töluvert betri niðurstöðu en áður.“ Þýðir þetta það að hægt er að fara með þetta gull í vinnslu. „Já já sem sagt „gradið“ er nægilega hátt, en nú þarf að finna út hvort þetta sé nægilegt magn,“ segir Vilhjálmur.  

Vilhjálmur segir að nú taki við frekari rannsóknir og boranir í Þormóðsdal. En það fannst gull víðar en í Þormóðsdal. Í Víðidal og Vatnsdal fengust góðar niðurstöður. „Þar fundum við mjög góðar niðurstöður úr svokölluðum árfargssýnum sem við tökum. Og reyndar fundum bestu niðurstöðuna hingað til.“