Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Guðveig leiðir Framsókn í Borgarbyggð áfram

Mynd með færslu
Davíð Sigurðsson, Guðveig Anna Eyglóardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Finnbogi Leifsson. Mynd: Framsóknarflokkurinn
Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Guðveig leiddi líka lista flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi, er í öðru sæti listans og Finnbogi Karlsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, það þriðja. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Borgarbyggð.

Framboðslisti flokksins var samþykktur á félagsfundi fyrir helgi. Í tilkynningu frá flokknum segir að útlit sé fyrir mikla endurnýjun í sveitarstjórninni, enda sé Guðveig Anna eini oddviti flokkanna í sveitarstjórninni sem gefi áfram kost á sér. Listinn í heild sinni er eftirfarandi:

 

1. Guðveig Anna Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri 
2. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi  
3. Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
4. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, lögreglumaður og körfuboltakona
5. Orri Jónsson, verkfræðingur 
6. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
7. Einar Guðmann Örnólfsson, sauðfjárbóndi
8. Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsmóðir og húsvörður
9. Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi 
10. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður kennslukerfa
11. Pavle Estrajher, náttúrufræðingu r
12. Sigurbjörg Kristmundsdóttir, viðskiptafræðingur 
13. Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður
14. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi
15. Þorbjörg Þórðardóttir, eldriborgari
16. Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður 
17. Sveinn Hallgrímsson, eldri borgari
18. Jón G. Guðbjörnsson, eldri borgari

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV