Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Guðni Th.: Uppgjörinu við hrunið ekki lokið

03.04.2016 - 20:05
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir ljóst að uppgjörinu við hrunið sé ekki lokið. Sér finnist sorglegt að menn sem segist vilja ganga á undan með góðu fordæmi og að trúa þurfi á Ísland, ákveði svo að þeirra fé sé betur borgið annars staðar.

 

“Fyrst og fremst þykir mér sorglegt hvernig menn sem vilja og segja ætla ganga á undan með góðu fordæmi, tala um að stóra planið sé að trúa á Ísland, ákveði svo að þeirra fé sé betur verið annars staðar.”

Sagði Guðni í sónvarpsfréttum RÚV í kvöld.

Nú hljóti þeir sem voru í eldlínunni í Kastljósi í kvöld að reyna að svara fyrir sig. Vel megi vera að málið hverfi í gleymsku. Ríkisstjórnin sé þó veikari eftir fréttir af aflandsfélögum.