Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Guðni með 38,7 prósent atkvæða

Mynd með færslu
 Mynd: Gunnar Hrafn - RÚV
Guðni Th. Jóhannesson er með 38,7 prósent atkvæða (55.174) þegar talin hafa verið rúmlega 146.343 þúsund atkvæði, eða sem nemur 59,7 prósentum þeirra sem eru á kjörskrá. Guðni hefur tíu prósentustiga forskot á Höllu Tómasdóttur sem er með 28,7 prósent (40.768 atkvæði). Andri Snær Magnason er með 14,1 prósent (21.135) og Davíð Oddsson 13,6 prósent (19.775).

Sturla Jónsson er með 3,6 prósent (5.262) og Elísabet Jökulsdóttir 0,7 prósent (1.035). Aðrir eru með innan við 0,3 prósent atkvæða. 

Guðni er efstur í öllum kjördæmunum sex litlu munaði á honum og Höllu í Suðurkjördæmi, fyrsta kjördæminu sem birti tölur. Halla er næstefst í öllum kjördæmum nema Reykjavík norður þar sem Andri Snær er annar. Davíð var þriðji í fjórum kjördæmum, Suður-, Norðvestur-, Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi.

Súlurit með prósentuhlutfalli og atkvæðatölum allra frambjóðenda má finna hér. Hægt er að sjá skiptingu eftir kjördæmum. Talsverður munur er á atkvæðahlutfalli nokkurra frambjóðenda eftir kjördæmum meðan aðrir eru jafnari.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV