Guðni Th. Jóhannesson er með 38,7 prósent atkvæða (55.174) þegar talin hafa verið rúmlega 146.343 þúsund atkvæði, eða sem nemur 59,7 prósentum þeirra sem eru á kjörskrá. Guðni hefur tíu prósentustiga forskot á Höllu Tómasdóttur sem er með 28,7 prósent (40.768 atkvæði). Andri Snær Magnason er með 14,1 prósent (21.135) og Davíð Oddsson 13,6 prósent (19.775).