Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Guðlaugur fékk kaffibolla frá Lilju

11.01.2017 - 17:32
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fékk kaffibolla merktan Icesave frá forvera sínum í starfi, Lilju Alfreðsdóttur. Kaffibollinn hafði verið pakkaður inn og ofan í honum var aðgangskortið að ráðuneytinu. Lilja sagði gjöfina vera praktíska því framundan væri mikil vinna hjá Guðlagi. „Ég veit að þú átt eftir að gera þetta mjög vel.“

Guðlaugur ítrekaði það sem hann hefur sagt í viðtölum síðasta sólarhringinn að hann ætlaði að leita ráða hjá Lilju og að þau ætluðu að funda strax eftir lyklaskiptinn. „Mitt fyrsta verk er að fá ráð hjá henni.“

Icesave var vörumerki innlánsreikninga sem Landsbanki Íslands bauð Hollendingum og Bretum á netinu. Þjónustan stóð viðskiptavinumtil boða þar til í október 2008, eða allt þar til íslenska bankakerfið hrundi.

Lilja sagði við lyklaskiptin að gjöfin væri tákn þess að nú byði Guðlaugs Þórs mikil vinna og hann þyrfti að drekka mikið kaffi en eins væri Icesave-kaffibollinn áminning um að standa alltaf vaktina og hverjir væru umbjóðendur hans.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV