Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Guðlaug Edda í 20. sæti á EM

Mynd með færslu
 Mynd: Tommy Zaferes (Alþjóða þrí? - RÚV

Guðlaug Edda í 20. sæti á EM

09.08.2018 - 14:43
Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur lokið leik í þríþraut á Meistaramóti Evrópu. Hún kom tuttugasta í mark og fór þrautina á tveimur klukkustundum, fimm mínútum og nítján sekúndum. Hin svissneska Nicola Spirig vann keppnina.

Sundtími Guðlaugar var 18 mínútur og 46 sekúndur. Hún hjólaði á einni klukkustund, fimm mínútum og 52 sekúndum. Að lokum hljóp hún á 39 mínútum og fjórum sekúndum. Skiptingar hennar milli greina tóku alls eina mínútu og 35 sekúndur svo lokatími hennar var 2:05:19.

Nicola Spirig frá Sviss vann keppnina með miklum yfirburðum. Hún kom í mark á tímanum 1:59:13. Hin breska Jess Learmonth var önnur á 1:59:46 og Cassandre Beaugrand var þriðja á 2:00:57.

Guðlaug var því rúmum sex mínútum frá fremstu keppendum og lauk leik í 20. sæti af 45 keppendum.

Spirig var að vinna sinn sjötta Evróputitil en hún vann einnig árin 2009, 2010, 2012, 2014 og 2015.

Hér má sjá lokastöðuna í þríþraut.