Guðjón S. Brjánsson, verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Þetta var samþykkt á kjördæmisþingi á Hótel Bjarkarlundi í dag. Anna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri, verður í öðru sæti og Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona, verður í þriðja sæti.