Mynd: Aðsend mynd

Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.
Guðjón leiðir listann í Norðvesturkjördæmi
24.09.2016 - 11:54
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur í dag. Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi skipar annað sætið og Hörður Ríkharðsson er í þriðja.
Guðjón hlaut flest atkvæði í prófkjöri í kjördæminu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttist eftir fyrsta sæti en hafnaði hvorki þar né í öðru sæti. Aðeins var kosið um tvö efstu sætin. Hún tilkynnti í kjölfarið hún hygðist ekki taka sæti á listanum.
Hér er listinn í heild sinni:
- Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, Akranesi
- Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
- Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ
- Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvíkurkaupstaður
- Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði
- Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ
- Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Ísafjarðarbæ
- Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi
- Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
- Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, Akranesi
- Eysteinn Gunnarsson, rafveituvirki, Strandabyggð
- Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
- Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbæ
- Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri, Húnavatnshreppi
- Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi