Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Guðjón leiðir listann í Norðvesturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Listinn var samþykktur í dag. Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi skipar annað sætið og Hörður Ríkharðsson er í þriðja.

Guðjón hlaut flest atkvæði í prófkjöri í kjördæminu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttist eftir fyrsta sæti en hafnaði hvorki þar né í öðru sæti. Aðeins var kosið um tvö efstu sætin. Hún tilkynnti í kjölfarið hún hygðist ekki taka sæti á listanum. 

Hér er listinn í heild sinni:

 1. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, Akranesi            
 2. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
 3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ
 4. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvíkurkaupstaður
 5. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði
 6. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ
 7. Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Ísafjarðarbæ
 8. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi
 9. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
 10. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
 11. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, Akranesi
 12. Eysteinn Gunnarsson, rafveituvirki, Strandabyggð
 13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
 14. Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbæ
 15. Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri, Húnavatnshreppi
 16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi