Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Guðfinna snýr aftur í borgarstjórn

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett: Anton Brink/Framsókn - RÚV
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hún sé snúin aftur til starfa í borgarstjórn. Hún tilkynnti fyrir 20 dögum á sama vettvangi að hún ætlaði að fara í launalaust leyfi. „Ástæðan er sú að ég þarf að sinna lögmannsstörfum í smá tíma,“ sagði Guðfinna þá.

Jóna Björg Sætran kennari skipar fjórða sæti á lista flokksins og tók hún sæti Guðfinnu á meðan hún var í launalausu leyfi.  

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV