Gucci er gellusegull

Mynd: RÚV / RÚV

Gucci er gellusegull

23.04.2018 - 15:41
Gucci fatnaður og aukahlutir virðast vera sannkallaðir gelluseglar, í það minnsta ef marka má 14 ára bróður Karenar Bjargar Þorsteinsdóttur tískuspekings. Karen var gestur Núllsins í dag og segir að sín versta fjárfesting hafi verið 15 þúsund króna Gucci símahlustur sem að hún neyddist til að arfleiða bróður sinn að þegar hún fékk sér nýjan og stærri síma.

Karen ræddi meðal annars um "lógó maníuna" sem að virðist hafa gripið um sig hjá ungu fólki í dag og þörfina sem að margir hafa til þess að eiga flottustu og dýrustu merkin. Gucci hefur svo sannarlega verið eitt af þessum merkjum þó svo að það sé alls ekki það eina. 

Karen Björg Þorsteinsdóttir tískuspekingur Núllsins er 24 ára sálfræðinemi og uppistandari frá Grenivík. Hún er líka pistlahöfundur hjá Nude Magazine, hægt er að fylgjast meira með Karen hér.

Innslagið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan.