Guantanamo: 10 ára fangabúðir

11.01.2012 - 06:11
Mynd með færslu
 Mynd:
171 maður er enn í haldi Bandaríkjahers í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu, réttum áratug eftir að fyrstu félagar þeirra voru færðir þangað, hlekkjaðir og vistaðir í einangrun.

Vígamenn utan við lög og rétt, eins og Donald Rumsfeld komst að orði, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Fyrstu fangarnir, 20 talsins, komu til Guantanamo 11. janúar 2002. Síðan hafa 775 verið þar í haldi; talíbanar, liðsmenn al-Kaída, hryðjuverkamenn úr öðrum samtökum og saklausir menn, lengstum var ekkert réttað í málum þeirra, enda sagði Rumsfeld að öngvir Genfarsamningar og -sáttmálar ættu við um þetta illþýði.

 Í kosningabaráttunni 2008 hét Barack Obama því að loka búðunum, yrði hann forseti, og fyrir tveimur árum undirritaði hann tilskipun um það. En meirihluti þingmanna ógilti hana, og dómsúrskurðir koma í veg fyrir brottflutning fanga.

Mannréttindasamtökin Amnesty International efna til mótmælafunda og ýmissa viðburða í tilefni dagsins. Einn forystumanna samtakanna segir fangabúðirnar hafa skotið rótum í vitund Bandaríkjamanna, og verði ekki upprættar í bráð. Sjálft orðið, Guantanamo, sé óhreint og flekki þá sem taki sér það í munn.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi