GSM sendir staðsetur týnt fólk

Mynd með færslu
 Mynd:

GSM sendir staðsetur týnt fólk

15.04.2013 - 17:25
Ný aðferð til að finna týnt fólk í óbyggðum er nú á lokastigi þróunar. Með henni verður hægt að staðsetja þann týnda með töluverðri nákvæmni á stuttum tíma.

Notkun GSM síma er mjög útbreidd og nánast hvert einasta mannsbarn ber slíkan á sér við leik og störf. Líklegt er að allflestir ferðamenn sem ferðast um hálendi Íslands beri á sér GSM síma, jafnvel þó þeir séu meira eða minna utan þjónustusvæðis kerfisins. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir þeirra séu með kveikt á handtækinu eða kveiki á því lendi þeir í villum. Ef virkur GSM sendir yrði fluttur yfir leitarsvæði, t.d. í þyrlu, má gera ráð fyrir að þau GSM handtæki sem lenda í dreifigeisla sendisins skrái sig inn á hann sjálfvirkt. Sé loftnetabúnaði þannig fyrirkomið í þyrlunni má láta tölvu reikna út staðsetningu þeirra GSM handtækja sem skrá sig inn á sendinn með nokkurri nákvæmni. Landinn kynnti sér málið.

 

Vertu vinur Landans á Facebook.