Greta Salóme gerðist opinber stuðningsaðili Speak UP í gær en það eru samtök sem berjast gegn einelti. Speak UP hefur hannað app sem gerir ungu fólki kleift að tilkynna einelti á einfaldan hátt.
Tobias Wernius, sviðstjóri hjá Speak UP, segir neteinelti alþjóðlegt vandamál og þá sérstaklega meðal ungs fólks.