Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Greg Lake látinn

Mynd með færslu
 Mynd: YouTube

Greg Lake látinn

08.12.2016 - 12:23

Höfundar

Greg Lake, einn þremenninganna úr ensku rokkhljómsveitinni Emerson, Lake og Palmer, er látinn. Hann var 69 ára og lést eftir erfið krabbameinsveikindi.

Greg Lake var söngvari og bassaleikari tríósins og samdi mörg af þekktustu lögum þess, eins og  Lucky man, Take a pebble, Still you turn me on og From the beginning. Þá samdi hann og flutti þekkt jólalag, I belive in father Christmas. Greg Lake spilaði einnig með upphaflegu útgáfunni af ensku hljómsveitinni King Crimson. Félagi Gregs Lakes, Keith Emerson hljómborðsleikari, lést fyrr á þessu ári.