Greg Lake var söngvari og bassaleikari tríósins og samdi mörg af þekktustu lögum þess, eins og Lucky man, Take a pebble, Still you turn me on og From the beginning. Þá samdi hann og flutti þekkt jólalag, I belive in father Christmas. Greg Lake spilaði einnig með upphaflegu útgáfunni af ensku hljómsveitinni King Crimson. Félagi Gregs Lakes, Keith Emerson hljómborðsleikari, lést fyrr á þessu ári.