Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Green til bjargar

13.08.2010 - 11:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Breski kaupsýslumaðurinn og milljarðamæringurinn Philip Green ætlar að liðsinna stjórnvöldum í Bretlandi við að leita sparnaðarleiða í opinberum rekstri. Ríkisstjórn Davids Camerons forsætisráðherra hefur einsett sér að draga úr útgjöldum um sex komma tvo milljarða sterlingspunda á þessu ári. Philip Green á smásöluverslanakeðjuna Arcadia, sem rekur meðal annars Topshop og Bhs verslanirnar. Hann hyggst nýta reynslu sína af því að reka verslanirnar á sem hagkvæmastan hátt til að hjálpa stjórnvöldum við að draga saman í ríkisrekstrinum. Green leggur fram tillögur sínar til sparnaðar í síðasta lagi í október, nokkru áður en stjórnvöld kynna sínar hugmyndir um hvernig best verði að draga saman seglin.