Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Grænmetisætan – Han Kang

Mynd: wikicommons / wikicommons

Grænmetisætan – Han Kang

26.01.2018 - 11:27

Höfundar

„Þegar ég las hana á sínum tíma þá fannst mér hún með betri bókum sem ég hafði lesið. Og mér finnst það enn," segir Ingunn Snædal þýðandi Grænmetisætunnar um bókina. Grænmetisætan er bók vikunnar á Rás 1.

„Þetta er stutt bók en hún opnar risaheim því hún virkar svo sterkt á ímyndunaraflið. Það er það sem bestu bækurnar gera. Hún er stutt en mér fannst eins og ég hefði lesið rosalega langa bók því hún kemur hugsunum sem vel af stað. Þegar ég las hana á sínum tíma þá fannst mér hún bara með betir bókum sem ég hafði lesið. Og mér finnst það svo sem enn," segir Ingunn Snædal þýðandi Grænmetisætunnar um bókina.

Sagan gerist í Seul okkar tíma og segir frá því þegar ung kona að nafni Yeong-hye ákveður að hætta að borða kjöt. Ákvörðunin, sem hún tekur í kjölfar blóðugrar martraðar, hefur vægast sagt afdrifaríkar afleiðingar fyrir hana sjálfa og alla fjölskyldu hennar.

Grænmeitsætan kom út árið 2007 í Kóreu og  fékk ágætis viðtökur. Hún þótti vera fallega skrifuð en á sama tíma dáldið öfgakennd og furðuleg. Þegar bókin var svo þýdd yfir á ensku fékk hún frábæra dóma beggja vegna Atlantshafs og hlaut hin virtu Man Booker verðlaun árið 2016.

Grænmetisætan er bók vikunnar á Rás 1. Halla Harðardóttir hefur umsjón með þættinum og gestir hennar í þættinum á sunnudag eru Magnús Guðmundsson, menningarritstjóri Fréttablaðsins og Helga Ferdinandsdóttir, bókmenntafræðingur. 

Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við Ingunni Snædal og hlýða á upphaf bókarinnar. Leifur Hauksson les.

Halla Harðardóttir ræddi við við Magnús Guðmundsson menningarritstjóra Fréttablaðsins og Helgu Ferdinandsdóttur bókmenntafræðing um bókina í þættinum. Hlusta má á hann í heild hér.

Mynd: Bjartur / Bjartur