Gott ár hjá færeyska hestinum

04.08.2014 - 08:43
Mynd með færslu
 Mynd:
Átta folöld hafa fæðst af stofni færeyska hestsins það sem af er þessu ári — þrjú hestfolöld og fimm merfolöld.

Frá þessu er greint á færeyska fréttavefnum Portal.

Talsmaður Félags færeyska hestsins segir að árið hafi verið afar gott fyrir færeyska hestinn, en stofninn telur nú alls 76 hross. Færeyski hesturinn er svipaður íslenska hestinum en lágfættari og minni — fullvaxta verða þeir einungis um 120-130 sentimetra háir.

Færeyskir hestar voru seldir til Bretlands í námuvinnu í stórum stíl fyrr á árum, og voru á sjöunda áratuginum einungis fimm eða sex slíkir hestar eftir í Færeyjum. Síðan hefur verið ráðist í átak til að bjarga kyninu frá útrýmingu. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi