Götóttu sokkarnir nýtast líka !

Mynd með færslu
 Mynd:

Götóttu sokkarnir nýtast líka !

17.07.2014 - 17:30
Mikilvægt er að öll vefnaðarvara sem við erum hætt að nota skili sér í endurvinnslugáma. Allt er hægt að nýta með einhverjum hætti. Heillegan varning er hægt að selja í verslunum sem bjóða upp á notaða vöru. Annað nýtist í tuskur, tróð og tvist. Jafnvel götóttir sokkar koma að gagni.

Ekki einungis skiptir endurvinnsla vefnaðarvöru miklu máli í umhverfislegu samhengi. Fyrir hana er þar að auki greitt og þeir fjármunir fara til góðgerðarsamtaka, einkum Rauða krossins. 

Stefán Gíslason fer í dag yfir mikilvægi endurvinnslu af þessu tagi, tínir til ýmsar sláandi tölur um heildarmagn þeirrar vefnaðarvöru sem hér er sett á markað árlega og hversu mikið af því skilar sér síðan til endurvinnslu. Einnig hversu miklu máli skiptir að varningurinn sé ekki urðaður eftir notkun því endurvinnslan skilar verulegum fjárhæðum til Rauða krossins sem síðan nýtist í margvíslegt hjálparstarf. 

Sjónmál fimmtudaginn 17. júlí 2014