Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Góss í Havarí í Konsert

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Góss í Havarí í Konsert

02.08.2018 - 12:57

Höfundar

Við ætlum að bjóða upp á afskaplega skemmtilegan konsert í kvöld.

Já og huggulega stemningu enda erum við á huggulegum stað, í Berufirði í höllu Prins Póló og hans prinsessu sem þau kalla Havarí. Það eru oft haldnir tónleiikar í Havarí og síðasta sunnudagskvöld hélt hljómsveitin eða söngflokkurinn GÓSS tónleika í Havarí sem voru hljóðritaðir fyrir Rás 2 og þeir er á dagskrá í konsert í kvöld.

Á efnisskránni eru lög eftir Braga Valdimar Skúlason, ABBA, Hörð G. Ólafsson, Neil Young, Jónas og Jón Múla, Björn Jörund, Magga Eiríks ofl.

GÓSS skipa Guðmundur Óskar sem er kannski helst þekktur sem bassaleikari Hjaltalín, en hann spilar líka á gítar og getur eitt og annað – fjölhæfur músíkant eins og Siggi stóri bróðir hans, Sigurður Guðmundsson sem stendur fyrir annað S-ið í Góss. Hitt S-ið stendur fyrir Sigríði Thorlacius sem er ein magnaðsta söngkona sem Ísland hefur átt.

Góss fór í tónleikaferðalag um landið núna í júlí og klárar 16 tónleika túr um landið á Bryggjunni Brugghúsi á Grandanum í Reykjavík í kvöld.

Þetta er annað sumarið sem GÓSS leggur land undir fót og það er búið að ganga vel hjá þeim, allstaðar fullt hús og ef eitthvað er þá hefur þetta stækkan síðan í fyrra. það eru fleiri gestir í ár en í fyrra, staðirnir sem spilað var voru fleiri og allt aðeins betra og stærra, nema kannski veðrið. Rigningin og þokan fylgdu þeim allan hringinn meira og minna. Það var meira að segja þoka og rigning fyrir austan þegar þau komu þangað.

GÓSS er þegar farið að huga að hringferð aftur næsta sumar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Bræðslu-upphitun!

Tónlist

Moses í Háskólabíó 22. sept 2017

Tónlist

Síðan Skein Sól í 30 ár

Tónlist

Sweden Rock og Roskilde