Gosmengun yfir 900 á Höfn

05.12.2014 - 00:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Gosmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum á Höfn í Hornafirði í kvöld. Magn brennisteinsdíoxíðs mældist 925 míkrógrömm í rúmmetra á sjálfvirkum mæli Umhverfisstofnunar í bænum rétt fyrir klukkan tólf.

Þegar mengunargildi eru á bilinu 600-2.000 telst það slæmt fyrir viðkvæma. Veðurstofan spáir því að mengun mælist suðaustur af eldstöðinni í nótt og á morgun og vindur verði áfram hægur.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi