Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Gosið í Eyjafjallajökli hafði meiri áhrif

18.08.2013 - 18:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Gosið í Eyjafjallajökli hafði meiri áhrif á flugsamgöngur í heiminum en hryðjuverkaárásin í New York samkvæmt nýrri rannsókn sem greinir áhrif þessara atburða í stóru samhengi.

200 flugvöllum var lokað þegar hryðjuverkaárásin var gerð í New York árið 2001 en um 100 þegar gosið varð í Eyjafjallajökli árið 2010. Þannig voru bein áhrif hryðjuverkaárásarinnar stærri en af gosinu.  

Nokkrir vísindamenn í verkfræði og stærðfræði við Northwestern-háskólann í Illinois í Bandaríkjunum skoðuðu hins vegar heildaráhrifin af þessum atburðum.

Yngvi Björnsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að vísindamennirnir hafi komist að því að miklu meiri röskun hafi orðið á flutningsgetu kerfisins við gosið í Eyjafjallajökli. „Og það helgast meðal annars af því að það lokuðust svo mikilvægir tengiflugvellir í vestur Evrópu og þetta hafði keðjuverkun eiginlega um allan heim,“ segir hann. 

Niðurstöðurnar birtust nýlega í opna vísindatímaritinu Plos One. „Það sem mér finnst áhugavert svona út frá gervigreindartækninni og sem tölvunarfræðingur er bara þessi máttur tölvutækninnar,“ segir Yngvi. „Þetta er bara eitt dæmi um það hvernig við náum að kafa dýpra og dýpra ofan í gögn og finna allskonar orsakasamhengi sem við höfðum bara ekki möguleika á að gera áður.