Gönguleiðir í Öskju áfram lokaðar

25.07.2014 - 14:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Ennþá er talin hætta á að skriður falli í Öskju og komi af stað flóðbylgjum í vatninu. Gönguleiðir niður fyrir Víti verða því áfram lokaðar. Þetta var niðurstaða fundar vísindaráðs Almannavarna sem kom saman í dag. Göngufólki er ráðlagt frá því að fara inn á svæðið þar sem berghlaupið varð.

Björn Oddson, verkefnisstjóri hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra segir ekkert benda til þess að annað jafnstórt berghlaup geti fallið í Öskju; hins vegar sé svæðið óstöðugt, og ekki hægt að útiloka minni skriður.

Hann segir að daglega verði fylgst með svæðinu og staðan endurmetin að viku liðinni. Ferðafólki er ennfremur ráðlagt að halda sig frá svæðinu þar sem berghlaupið varð, í suðausturhluta Öskju. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi