Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Glútenlausar rúgbrauðsbollur - AUÐVELT

08.03.2016 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Rúgbrauðsbollur án hveitis, sem eru þess vegna glútenlausar bollur, eru spennandi tilbrigði við hefðbundna rúgbrauðið. Í sjónvarpsþættinum Sætt og gott bakaði Mette Blomsterberg þessar litlu rúgbrauðsbollur, sem eru fullkomnar í samlokur og nestisboxið. Það er ekkert lyftiduft í þeim svo að þær eiga að vera flatar bollur. Bollurnar eiga ekki að lyfta sér og þess vegna er þetta fljótleg og auðveld uppskrift.

Fyrir 4

 

Tími: 40 mínútur

Innihald:
150 g graskersfræ
100 g möndlur með hýði
50 g hörfræ
50 g sesamfræ
8 g salt
4 egg
1 dl vínberjasteinaolía
100 g sólfíflakjarnar
Hugsanlega 20 g dökkt malt, ef óskað er – það er þó glúten í malti!
Svolítið vat
Um það bil 50 g sólfíflakjarnar til skrauts

Að auki:
8 lítil, kringlótt álform
Bökunarspray eða bragðlaus olía til að smyrja formin

Aðferð:
1
Blandið graskersfræjum, möndlum, hörfræjum, sesamfræjum og salti fínt.
Bætið við eggjum og olíu um leið og blandað er.
Bætið líka dökka maltinu út í ef óskað er.

2
Setjið deigið í skál og bætið 100 g af sólfíflakjörnum út í.
Smyrjið formin vel og setjið þau á bökunarplötu.
Deilið deiginu í 8 smurð form.

3
Setjið vatn á fingurna og dreifið deiginu jafnt út.
Saxið sólfíflakjarnana fínt og sáldrið þeim ofan á hverja bollu.

4
Bakið bollurnar í 160 gráðu heitum ofni í um það bil 15 mínútur,
allt eftir ofninum.

Í túnfisksalatið er blandað saman
1 dós af túnfiski
1 saxaður ferskur tómatur
1 msk fersk basilíka
1 msk sýrður rjómi 9%
Svolítið salt
Svolítill pipar
Svolítið múskat

Aðferð:
1
Blandið saman öllum innihaldsefnum og smakkið til með salti og pipar.

2
Skerið rúgbrauðsbollurnar og setjið túnfiskasalatið á þær.

 

 

 

 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir