Tilvera þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar um alþjólega vernd er að einhverju leyti fábrotin, enda einkennist hún af bið auk þess sem fæstir hafa mikið fyrir stafni. Verkefnisstjórinn, Ragnar Visage, sagði að tilgangurinn hefði verið að festa einmitt það daglega líf á filmu.