Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Gjörbreytt landslag við Holuhraun - myndir

05.04.2015 - 17:58
Eldstöðin við Holuhraun. Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Mynd með færslu
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Eldstöðin við Holuhraun. Mynd: Ómar Ragnarsson
Úr Holuhrauni. Mynd: Ómar Ragnarsson Mynd: Mynd: Ómar Ragnarsson
Eldstöðin við Holuhraun. Mynd: Ómar Ragnarsson
Úr Holuhrauni. Mynd: Ómar Ragnarsson  Mynd: Ómar Ragnarsson
Eldstöðin við Holuhraun. Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Eldstöðin við Holuhraun. Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Holuhraun og Herðubreið í baksýn. Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Miklar breytingar hafa orðið á landslaginu austan og norðaustan við gosstöðvarnar við Holuhraun. Nýtt hraun hylur Flæðurnar, og nær yfir hluta farvegar Jökulsár á Fjöllum, sem rennur nú meðfram nýja hrauninu.

Hraunið eftir eldsumbrotin í Holuhrauni myndi ná yfir stóran hluta Reykjavíkur, en hraunbreiðan er tæpir 85 ferkílómetrar. Síðustu tvær vikurnar fyrir goslok breyttist flatarmál hraunsins ekkert. Því lauk í lok febrúar, en stóð yfir í um sex mánuði.

Þykkt hraunsins utan við gígana nær fjörutíu metrum þar sem hún er mest, en stærsti gígurinn, Baugur, er um áttatíu metra hár, sem er hærra en Hallgrímskirkja. Til samanburðar má geta að Eldborg er sextíu metra há.

Á loftmyndum af hraunstreyminu frá Baugi mátti sjá hvernig það bylgjaðist eins og straumþung á eftir Flæðunum til norðausturs. Af myndum sem Ómar Ragnarsson tók úr lofti í fyrradag sést storknaður farvegur hraunelfarinnar, og tómur gígurinn, þar sem áður kraumaði eldur úr iðrum jarðar.

Enn er hiti í hrauninu, þó ekkert kvikustreymi sé upp til yfirborðs lengur, og gasmengun mælist enn við hraunbreiðuna og yfir henni. Grannt er fylgst með brennisteins- og kolmónoxíðmengun á svæðinu. Lögreglumenn vakta svæðið áfram og gæta þess að lokanir séu virtar. Lokað er fyrir umferð ferðamanna innan tuttugu metra frá hrauninu, og sunnan þess, til Vatnajökuls. Að sögn lögreglumanna, sem vakta svæðið, hefur lítil ásókn verið í að skoða nýja hraunið.