Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Gjaldþrotum fækkar um 30% milli ára

27.07.2012 - 11:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýjum skráningum einkahlutafélaga fjölgar milli ára á sama tíma og gjaldþrotum fer fækkandi. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunar. Í júní voru skráð 185 ný einkahlutafélög, flest í fasteignaviðskiptum. En á sama tíma í fyrra voru 145 ný einkafélög skráð.

Það sem af er ári hefur nýskráningum fjölgað um 5%.

51 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta í júní. Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, heild- og smásöluverslun
og bílaviðgerðum. Gjaldþrotum hefur fækka um rúm 30% það sem af er ári sé miðað við árið í fyrra.