Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum

02.01.2019 - 07:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum hófst í dag. Vegfarendur verða hér eftir að greiða 700 til 6.000 krónur fyrir ferðina, eftir því hvers kyns ökutæki þeir eru á og hvaða greiðslumáta þeir velja.

Fullt veggjald er 1.500 krónur fyrir fólksbíl og 6.000 krónur fyrir flutningabíla og rútur. Með því að greiða fyrirfram tíu, 40 eða 100 ferðir getur fólk lækkað gjaldið á fólksbíla niður í 1.250, 900 eða 700 krónur. Greiði eigendur þungra ökutækja 40 ferðir fyrirfram kostar hver ferð 5.220 krónur.

Fólk getur greitt fyrir ferðirnar með þrennu móti. Með því að skrá bílnúmer og greiðslukort svo hægt sé að innheimta fyrir hverja ferð. Eða með því að greiða fyrirfram fyrir ákveðið margar ferðir. Og svo með því að annað hvort greiða innan þriggja klukkustunda eftir að það fer í gegnum göngin eða fá senda rukkun. Ef rukkun er send út hækkar gjaldið um þúsund krónur.

Nánari upplýsingar er að finna á sérstakri síðu um gjaldtökuna.