Gistinóttum á gistiheimilum fjölgaði um 14%

31.07.2019 - 14:22
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Gistinóttum á hótelum fækkaði um fimm prósent í júní samanborið við sama mánuð í fyrra, en fjölgaði hins vegar 14 prósent á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði á Austurlandi og Norðurlandi en fækkaði í öðrum landshlutum. Um 52 prósent allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 207.800 talsins og er það 6 prósenta samdráttur frá fyrra ári.

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 2 prósent milli 2018 og 2019. Á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður fækkaði gistinóttum um 10 og hálft prósent. 
 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi