Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði flokkinnn hafa byrjað sína kosningabaráttu í lægð. Það sem væri mest um vert væri þessi mikla samstaða sem flokksmenn hefðu sýnt, þeir gætu því verið stoltir af sjálfum sér. Katrín sagði flokkinn styrkjast við hverja raun og hefði tekið mótlætinu vel.