Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Gestastofa á Þorvaldseyri

16.04.2011 - 11:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Ábúendur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hafa opnað gestastofu, þar sem hægt er að kynna sér gosið í Eyjafjallajökli og atburðina í kjölfar þess. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri segist merkja mikinn áhuga erlendra ferðamanna og fjölmiðla á gosinu. Í síðustu viku voru t.d. fjórar erlendar sjónvarpsstöðvar á svæðinu og um helgina er spænska sjónvarpið að taka myndir.

Gömlu bílaverkstæði á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur verið breytt í gestastofu fyrir þá ferðamenn, sem vilja fá að kynna sér Eyjafjallagosið. Bóndinn á Þorvaldseyri býst við 20.000 ferðamönnum í stofuna í sumar.


Nýja gestastofan sem er staðsett við Þjóðveginn við bæinn Þorvaldseyri var opnuð á eins árs afmæli gossins, fimmtudaginn 14. apríl síðastliðinn, en í gærkvöld var um hundrað boðsgestum boðið á formlega opnun þar sem ný 20 mínútuna mynd um Eyjafjallagosið var m.a. frumsýnd.