Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Gerplu-stúlkur valdar kona ársins

28.12.2010 - 10:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Evrópumeistararnir í hópfimleikum kvenna úr Gerplu hljóta tiilinn Kona ársins 2010 hjá tímaritinu Nýju Lífi. Tímritið hefur útnefnt konu árins frá 1991, konur sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði. Gerplustúlkur, sem eru 15 talsins, urðu Evrópumeistarar 23. október í Malmö í Svíþjóð og var fagnað sem þjóðhetjum við heimkomuna. Vigdís Finnbogadóttir varð fyrst til að vera útnefnd kona ársins hjá Nýju lífi árið 1991. Í fyrra varð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrir valinu.