Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

George Weah næsti forseti Líberíu

28.12.2017 - 19:34
epa06153232 Soccer legend, Senator George Weah,  Presidential Candidate of the Coalition for Democratic (CDC) speaking to supporters during a rally for the official launch of Weah's campaign at the party headquarters in Monrovia, Liberia, 19 August
George Weah hlaut flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Líberíu og virðist hafa sigrað andstæðing sinn örugglega í þeirri síðari.  Mynd: EPA
Öruggt verður að teljast að George Weah, fyrrverandi knattspyrnukappi, fari með sigur af hólmi í forsetakosningum í heimalandi hans Líberíu. Þegar rúmlega 98 prósent atkvæða höfðu verið talin var Weah með 61,5 prósent atkvæðanna og Joseph Boakai varaforseti með 38,5. Síðari hluti kosninganna fór fram á þriðjudag.

Fyrir kosningarnar sagðist Weah hafa háð marga baráttuna og iðulega staðið uppi sem sigurvegari. Þar af leiðandi vissi hann að Boakai varaforseti gæti ekki haft betur gegn sér. Hann hefði þjóðina á sínu bandi.

George Weah varð fyrstur afrískra knattspyrnumanna til að vinna titilinn knattspyrnumaður ársins og fá afhentan gullskóinn. Hann varð stórstjarna á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar með liðum á borð við Paris Saint-Germain og AC Milan.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV