Geislun í öllu umhverfi

24.04.2018 - 09:27
Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn
„Okkar hlutverk er að mæla og fylgjast með geislun, bæði náttúrulegri geislun og manngerðri geislun," segir Elísabet D Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríksins. Náttúruleg geislun er í öllu okkar umhverfi og meira að segja í okkur sjálfum, hluti af kalíni er geislavirkur og það er kalín í líkama okkar þannig að það er dæmi um geislavirk efni sem er hluti af náttúrunni.

Svo er það manngerð geislun og hér á Íslandi er manngerða geislunin að valda um helming af því sem við köllum geislaálag. Manngerða geislunin hér á landi kemur aðallega frá lækningatækjum, svo sem röntgentækjum og þessháttar."

Á lóð veðurstofunnar eru Geislavarnir ríkisins með rannsóknarstöð sem er hluti af alþjóðlegu neti sjálfvirkra rannsóknarstöðva sem rekin er af alþjóðlegri stofnun sem heldur utan um sáttmálann um alsherjar bann við kjarnorkutilraunum.

„Stöðin mælir geislavirk efni í andrúmsloftinu og þessi stöð gegndi eiginlega lykilhlutverki í að mæla mengun frá slysinu í Fukushima 2011. Þetta var fyrsta stöðin í Evrópu sem mældi geislamengun þaðan," segir Kjartan Guðnason, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins. 

gislie's picture
Gísli Einarsson
eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi