Geislun frá Tsjernóbíl í þúsundir ára

Mynd með færslu
 Mynd:

Geislun frá Tsjernóbíl í þúsundir ára

20.11.2014 - 16:52
Brakið eftir sprenginguna í Tsjernóbíl í Úkraínu árið 1986 geymir ótilgreint magn af kjarnorkueldsneyti sem mun senda frá sér geislun í þúsundir ára verði ekkert að gert. Sumir sérfræðingar telja að í þessu efni gæti orðið virkni sem hugsanlega leiddi til alvarlegra atburða.

Unnið er að því að smíða nýjan hjúp utan um rústirnar til að koma í veg fyrir að geislun dreifist of víða verði frekari virkni í efninu. Reiknað er með að smíðinni verði lokið árið 2015. 

Margir hafa gleymt Tsjernóbíl og telja afleiðingar slyssins tilheyra fortíðinni. Miðað við það sem fram kom í heimildamyndinni Tsjernóbíl að eilífu er málinu þó engan veginn lokið. Upp vakna spurningar um hvort kjarnorka sé skynsamlegur kostur þegar hugsað er til langvarandi afleiðinga beri eitthvað út af. -Stefán Gíslason fer yfir stöðuna í Tsjernóbíl í Samfélaginu í dag. 

Samfélagið fimmtudaginn 20. nóvember 2014