Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

„Geimverur vænt­an­legar til Íslands“

Mynd með færslu
 Mynd:

„Geimverur vænt­an­legar til Íslands“

05.02.2014 - 17:30
Árið 1993 var því spáð að geim­verur myndu í fyrsta sinn í ver­ald­ar­sög­unni birt­ast mönnum opin­ber­lega. Þetta átti að ger­ast við Snæfellsjökul á litla Íslandi hinn 5. nóv­em­ber 1993 klukkan 21:07. Sagt var frá mál­inu í útvarps­þætti Lemúrsins á Rás 1.

Í lok ágúst 1993 var haldin ráð­stefna um geim­verur og fljúg­andi furðu­hluti í Háskólabíói. Fullt var út úr dyrum á ráð­stefn­unni sem tengd­ist að ein­hverju leyti sýn­ingum á kvik­mynd­inni Fire in the Sky, eða Eldur á himni, sem byggir á sann­sögu­legum atburðum að sögn sem gerð­ust í Bandaríkjunum árið 1975.

 

Á því ári var ein­stak­lingur num­inn á brott af geim­verum og skilað til baka nokkru seinna. En í Bandaríkjunum er nokkuð þekkt fyr­ir­bæri að fólk seg­ist hafa verið rænt af geim­verum sem gert hafi furðu­legar til­raunir á því í fljúg­andi diskum.


Allmargir þeir sem segja sögur sem þessar lýsa geim­ver­unum á sama hátt: Sem grá­leitum, hár­lausum, smá­vöxnum, haus­stórum verum með ská­sett svart­leit augu. Sú teg­und af geim­verum er nokk­urs konar stað­alí­mynd geim­vera í Bandaríkjunum sem birt­ist stöð­ugt í bíó­myndum, sjón­varps­þáttum og bókum og eru kall­aðar „greys“, eða gránur. Og það má segja að þetta geim­veru­út­lit, sem allir þekkja, hafi verið eitt af mest áber­andi táknum í fjölda­menn­ingu tíunda áratugarins.


Á áðurnefndri ráð­stefnu var rætt um slíkar geim­verur og margir töl­uðu um að koma út úr skápnum hvað varðar trú á geim­verur. Einna mesta athygli vakti frá­sögn manns sem sagð­ist hafa séð geim­far lenda þegar hann var í berjamó á Snæfellsnesi. Nokkrar kindur urðu vitni að þessu ásamt honum. „Ég hugs­aði nú með mér að það hlyti eitt­hvað að vera bilað hjá karla­greyj­unum,“ sagði mað­ur­inn um litlu, grænu menn­ina sem stigu út úr farinu.

En lang­mesta athygli á ráð­stefn­unni vakti annað mál. Sagt var að fjöldi fólks víðs­vegar í ver­öld­inni væru í beinu eða hug­lægu sam­bandi við verur frá öðrum hnöttum og sól­kerfum. Og geim­verur hefðu nú, í gegnum þetta fólk, boðað komu sína til Íslands, í nóv­em­ber þetta sama ár. Þetta kall­aði á flennifyr­ir­sagnir í blöð­unum. „Geimverur vænt­an­legar til Íslands í nóv­em­ber“ stóð í DV.

 

Fylgist með Lemúrnum á heimasíðu hans. Lemúrinn er líka á Facebook.