Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gefa út ábreiður og óska eftir tillögum

Mynd: Emmsjé Gauti / Youtube

Gefa út ábreiður og óska eftir tillögum

14.05.2018 - 14:45

Höfundar

Rapparinn Emmsjé Gauti, trommarinn hárprúði Keli og plötusnúðurinn Björn Valur eru að undirbúa tónleikaferð um landið. Þeir gáfu út ábreiðu af sígildu Stuðmannalagi af því tilefni á dögunum, en þar kviknaði hugmynd af því að gefa út heila plötu af ábreiðum.

Tónleikaferðin 13/13 hefst þann 30. maí en þar munu Gauti, Keli og Björn spila á þrettán stöðum víðsvegar um landið á þrettán dögum. Þeir vildu gera einkennislag fyrir ferðina og var þeim þá hugsað til þekktustu tónleikaferðar Íslandssögunnar sem gert var skil í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir höfðu samband við Stuðmenn, fengu sjálfan Egil Ólafsson með sér og gerðu nýja útgáfu af Sigurjóni Digra.

„Við byrjuðum að gera þetta lag og þá kemur allt í einu í ljós að Keli er bara ótrúlega góður á píanó, og ótrúlega góður á gítar. Hann er jafnvígur á önnur hljóðfæri, eins og trommur. Það er eiginlega bara brjálæði,“ segir Emmsjé Gauti og bætir við að þeir þrír myndi gott teymi til að búa til ábreiður þar sem allir hafi sitt hlutverk. „Og út frá því ætlum við að gefa út cover-lagaplötu“.

Sigurjón Digri verður á þessari plötu, sem er enn í mótun og ekki búið að velja öll lögin á hana. „Ég vil fá skilaboð frá fólki, bara á Instagram eða Facebook eða eitthvað – hvaða lag eigum við að endurgera? Þetta þarf ekki allt að vera grafalvarlegt,“ segir Gauti og tekur sem dæmi að hann sé að reyna að sannfæra strákana um að taka með sér lagið Draumastrumpur.

Emmsjé Gauti og Keli ræddu um tónleikaferðina og fyrirhugaða plötu í Popplandi á Rás 2. Viðtalið í heild má heyra hér fyrir ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: Matthías Már Magnússon - RÚV
Keli og Emmsjé Gauti heimsóttu Rás 2

Tengdar fréttir

Popptónlist

Emmsjé Gauti dansaði uppi á borðum

Mynd með færslu
Tónlist

Emmsjé Gauti hversdagslegur í nýju myndbandi

Tónlist

Emmsjé Gauti hlaut flest verðlaun

Emmsjé Gauti flytur „Minn hinsti dans“