Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Geðsjúkur maður tvo mánuði í einangrun

01.10.2014 - 19:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Maður sem vistaður hefur verið árum saman á geðdeild Landspítalans, hefur verið í einangrun á Litla Hrauni tvo undanfarna mánuði.

Hann var úrskurðaður sakhæfur fyrir tveimur árum og sendur til afplánunar á Litla Hraun þótt læknir teldi hann siðblindan, haldinn persónuleikaröskun og hættulegan umhverfi sínu. Hann var sviptur sjálfræði á Litla Hrauni fyrir einu og hálfu ári, en í vor fékk hann sjálfræði að nýju. Eftir það hefur hann neitað allri lyfjameðferð og er talinn hættulegur fangavörðum og öðrum föngum.  Fangelsismálastjóri segir það fáheyrt á síðari tímum að menn séu hafðir í einangrun svo lengi. Hann telur að staða mannsins sé óviðunandi.

Fjallað er um málið í Kastljósi.