Geðheilsa ungs fólks í brennidepli

Mynd:  / 

Geðheilsa ungs fólks í brennidepli

26.03.2019 - 13:55
Borgarafundur um geðheilsu ungs fólks verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.40.

Hvers vegna líður ungu fólki illa? Hvers vegna er ekki gripið fyrr inn í líf barna og unglinga og þeim hjálpað að glíma við tilfinningar sínar? 

Á borgarafundinum verður reynt að varpa ljósi á hvað við sem samfélag getum gert til að bregðast við því ástandi sem orðið er í geðheilbrigðismálum ungs fólks og hvernig hægt er að forða þeim frá kvíða, þunglyndi, neyslu og jafnvel sjálfsvígum. 

Meðal viðmælenda í kvöld eru geðlæknar, sálfræðingar, foreldrar og auðvitað ungt fólk sem hefur sjálft glímt við kvíða og þunglyndi.

Borgarafundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV með texta á síðu 888 í textavarpinu og á facebooksíðu RÚV núll.