Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Gauti 27 og Dylan 25

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Gauti 27 og Dylan 25

12.01.2017 - 11:37

Höfundar

Í Konsert kvöldins eiga þeir Emmsjé Gauti og Bob Dylan sviðið.

Emmsjé Gauti var 27 ára í fyrra þegar hann kom fram á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt  og við rifjum það upp í Konsert vegna þess að Gauti hlaut núna á splunkunýjun ári; Krókinn, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu 2016.

það má segja að árið 2016 sé ár Emmsjé Gauta og rappsins og hann stendur einhvernvegin uppi sem hálfgerður Sigurvegari eftir árið – amk. meðal ungs fólks, en Gauti er t.d. með fjögur lög á topp 50 yfir mest streymdu lögin á Spotify (á Íslandi) í ár, og það eru bara tveir íslenskur listamenn á þeim lista, á þessum topp 50 lista yfir þá mest streymdu þegar einstök lög eru skoðu. Hinn er Aron Caan.

Lagið hans Gauta; Silfurskotta, hefur verið spilað 800.000 þúsund sinnum á Spotify og Gauti er hreinlega einn allra stærsta, ef ekki stærsta poppstjarna Íslands í ár. Hann nældi sér alveg örugglega í nýjan hóp aðdáenda þegar hann tók þátt í Ísland got talent í upphafi árs sem kynnir, og svo gaf hann út tvær plötur á árinu og helling af tónlistarmyndböndum.

Gauti er tilnefndur til hlustendaverðlauna 365 í flokkunum Flytjandi ársins, plata ársins, fyrir Vagg og Veltu, og myndbandið hans við lagið Djammæli er tilefnt í myndbandaflokki.

Rás 2 fékk Emmsjé Gauta til að vera með á Tónaflóðinu á Arnarhóli á Menningarnótt síðasta sumar, en þar komu fram auk hans; Glowie, Bubbi, Úlfur Úlfur og Ljósvíkingar að vestan, vestfirskir Tónlistarmenn umkringdir Fjallabræðrum.

En í Konsert í kvöld rifjum við upp tónleika Gauta á Arnarhóli á Menningarnótt.

Og svo er það hinn verðlaunahafinn; Bob Dylan hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun Nóbels en hann var 24 ára gamall árið 1965 þegar kom fram í fyrsta sinn með hljómsveit og rafmagnsgítar. Um þetta hafa verið skrifaðar doktorsritgerðir og gerðar myndir og sjónvarpsþættir, útvarpsþættir og skrifaðar bækur. Þegar Dylan "stakk í samband" vakti það svo mikla athygli að fólk er enn að tala um það og núna fyrir skemmstu kom út heljarinnar Dylan safn- kassi sem hefur að geyma allar varðveittar tónleikaupptökur úr þessum sögufræga túr um Bandaríkin, Bretland, Evrópu og Ástralíu ásamt The Hawks sem síðar tóku svo upp nafnið The Band.

Þetta er túrinn þar sem fólk baulaði á hann og skildi ekkert í þessum hávaða í söngvaskáldinu sínu. Hann spilaði fyrri hluta tónleikanna einn á kassagítarinn sinn og blés í munnhörpu, en svo kom bandið inn eftir hlé og lætin byrjuðu. Við heyrum á eftir lokatónleika túrsins sem fóru fram í Royal Albert Hall 26. Maí 1966, tveimur dögum eftir að Dylan varð 25 ára.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Underworld í Club 69 + Metallica á Bataclan

Popptónlist

Lifandi áramótabland...

Stjórnarafmæli í Háskólabíó

Popptónlist

Jethro Tull í Háskólabíó 2007